Rithöfundaheimsóknir í Setbergsskóla

10.12.2018

Á föstudag fengum við heimsókn frá verðlaunarithöfundinum Birki Blæ Ingólfssyni. Hann kom og las upp úr nýju bókinni sinni Stormsker. Hann er þá fjórði rithöfundurinn sem kemur og heimækir okkur í skólann í nóvember og desember. Í tengslum við lestrarsprettina okkar í nóvember höfum við lagt áherslu á að kynna nemendum nýjar og spennandi bækur og hvetja til meiri lesturs.

Lestrarsprettirnir tókust vel og fengu bekkir af hverju stigi verðlaun fyrir góða spetti í lestrinum. Það voru 8. SK, 7. EE og 3. MK sem fengu verðlaun að þessu sinni fyrir dugnað í lestrinum. Allir bekkir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Í kringum jólin er mjög mikilvægt að nýta sér fjölbreytt framboð nýrra bóka og halda áfram að hvetja börnin okkar til að lesa meira.   


20181207_091746


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is