Öskudagsgleði í Setbergsskóla

14.2.2018

Öskudagurinn var haldin hátíðlegur í dag áður en nemendur héldu af stað út í daginn, klædd hinum ýmsu búningum, eða bara eins og þau frábæru sjálf. Nemendur troðfylltu salinn og dönsuðu, hoppuðu og sungu með á balli sem haldið var fyrir allan skólann. Nemendur úr unglingadeild sáu um að leiða fjörið og gleðina og tókst mjög vel til.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is