Vorferð hjá 7. bekk

3.6.2016

7.bekkur fór í vorferð í Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem var fræðst enn frekar um jarðfræði og náttúru Íslands. Steinasafn, uppstoppaðir fuglar, skeljar, fiskabúr með íslenskum fiskum og fleira var skoðað. Næst var haldið í Nauthólsvík þar sem nemendur léku sér og nýttu þá leikaðstöðu sem þar var að finna.












Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is