Þemadagar fimmtudag og föstudag

11.4.2016

Kæru nemendur, foreldrar/forráðamenn.      Mynd 3

Dagana 14. – 15. apríl verða þemadagar í skólanum í anda fjölgreindaleika.

Íþróttir og sund falla niður þessa daga nema í 5. og 7. bekkjum á fimmtudeginum og í unglingadeild föstudeginum eftir hádegi.

Nemendur í 1. – 4. bekk þurfa ekki að koma með skólatösku báða þessa daga en koma með nesti eins og venjulega í hentugum umbúðum.

Nemendur í 5.-7. bekk mæti með skólatöskur og gögn á fimmtudeginum, ásamt nesti en ekki á föstudeginum en þó með nestið.

Allir mæta í skólann kl. 8:10 í bekkjarstofurnar og skóla lýkur kl. 11:50 í 1. - 4. bekk báða dagana.  Í 5. – 7. bekk samkvæmt stundaskrá á fimmtudegi en klukkan 11:50 á föstudeginum.

Kennt verður á unglingastigi eftir stundatöflu frá kl. 11:10 báða dagana. Því er mikilvægt að nemendur í unglingadeild muni að mæta með námsgögnin sín.

Eru foreldrar velkomnir að koma og taka þátt með börnunum.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Setbergsskóla         



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is