Blár dagur föstudaginn 1. apríl

30.3.2016

Þann 2. apríl er alþjóðadagur einhverfra, Blái dagurinn. Setbergsskóli ætlar að halda upp á daginn 1. apríl.
Í tilefni dagsins verða nemendur Setbergsskóla fræddir um einhverfu.
Athyglisverðar staðreyndir um einhverfu:

  • 1 af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi.
  • Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum.
  • Einhverfa er fötlun en ekki sjúkdómur (algengur misskilningur) og því ólæknandi.

Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er.

Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu föstudaginn 1. apríl.



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is