Lestrarátak í 2. bekk í Setbergsskóla

11.3.2016

Samkvæmt læsisstefnu hafnarfjarðarbæjar „Lestur er lífsins leikur“ á hver árgangur að vera með lestrarátak einu sinni á önn. Læsisátak eflir lestur og læsi, einnig eru átökin öllum börnum til ánægju og gagns.

Nemendur 2. bekkjar í Setbergsskóla tóku þátt í skemmtilegu læsisátaki í nóvember síðastliðinn. Þá var ákveðið að útbúa mjög langan orm á gangi skólans. Börnin fengu hring til að lengja orminn fyrir hverja bók sem þau lásu. Á hringinn skrifuðu þau nafn bókarinnar og sitt nafn. Þau fengu líka stjörnu á vegginn ef þau lásu fimm sinnum eða meira heima í vikunni.


Ormurinn varð langur og fallegur. Krakkarnir voru mjög stolltir af þessu verkefni og fannst okkur kennurum áhugi á heimalestri aukast mjög mikið á tímabilinu.

Nú í mars byrjaði 2. bekkur á nýju lestrarátaki í samstarfi við 3. bekk. Þar sem útbúinn var bókaskápur á gangi skólans. Börnin fá bókakjöl fyrir hverja bók sem þau lesa heima og setja í bókaskápinn. Ef börnin lesa fimm sinnum eða meira í viku heima fá þau einnig einstaklingsgeisla. Þegar átakið var búið að vera í eina viku voru fullt af bókum í skápnum.


Það verður gaman að sjá skápinn í byrjun apríl.

Við kennarar í 2. bekk sjáum mikinn mun á áhuga barnanna á lestrinum þegar við erum með svona lestrarátök í gangi. Aukin ánægja hjá börnunum með lesturinn og gleðin með að klára fleiri bækur eflir læsi og eykur færni barnarnna í að geta lesið sér til gangs og gamans.

Anna Rut og Helga kennarar í 2. bekk.










Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is