Stóra upplestrarkeppnin

10.3.2016

Fjórtán nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni í ár og lásu þeir texta Bryndísar Björgvinsdóttur og Guðmundar Böðvarssonar, fyrirfram ákveðin ljóð og ljóð að eigin vali. Nemendur Setbergsskóla sem tóku þátt voru: Anton Fannar Johansen, Hekla María Jónsdóttir og Snorri Pétur Jökulsson.
Dómnefnd valdi að lokum þrjá bestu upplesarana, þau Anton Fannar Johansen í Setbergsskóla (3. sæti), Mímir Kristínarson Mixa í Lækjarskóla (2. sæti) og Önnu Völa Guðrúnardóttur í Víðistaðaskóla (1. sæti).


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is