Bóka- og bíóhátíð í Hafnarfirði - Bókabýttimarkaður barnanna

19.2.2016

Nóg er um að vera í Hafnarfirði um helgina:

Bókabýttimarkaður barnanna verður haldinn í Verslunarmiðstöðinni Firði laugardaginn 20. febrúar frá kl. 13-15.
Lumar barnið þitt á "gömlum" og mikið lesnum bókum sem það væri alveg til í að skipta út fyrir "nýjar" bækur?
Hvílir stafli af barnabókum uppi á lofti eða inni í geymslu sem gæti öðlast nýtt líf í höndum annarra?

Tilgangur markaðar er að skapa tækifæri og vettvang fyrir börn á grunnskólaaldri að eignast nýjar bækur með því að selja eldri bækur og kaupa aðrar í staðinn eða býtta. Enginn þarf að býtta á bókum nema að hann vilji það. Það eina sem þarf er samþykki foreldra fyrir sölunni. ATHUGIÐ að aðeins eitt verð er á öllum bókum kr. 200 kr og gott gæti verið að hafa skiptimynt meðferðis til að auðvelda sölu.

Mæting er í Fjörð kl. 12.45 fyrir unga og áhugasama sölumenn. Markaðurinn hefst svo kl. 13 fyrir þá sem vilja skoða og kaupa bækur á mjög góðu verði.

Sjá nánar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar:
http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/bokabyttimarkadur-barnanna

Bóka og bíóhátíð barnanna:

http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/boka-og-biohatid-barnanna

http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/bio-alla-daga-i-baejarbioi

Sjá allar upplýsingar um viðburði Bóka- og bíóhátíðar vikuna 15. – 21. febrúar á:

Heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar 

Facebook síðu Hafnarfjarðar

http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/skaeri-og-blad-listasmidja
http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/sms-orsogur-og-ratleikur

Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar!






Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is