Nemendur í rýnihópum heiðraðir

24.5.2018

Um 40 nemendur tóku þátt í rýnihópum í vetur og munu þeir fá viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna við skólaslit. Markmiðið með rýnihópunum er að rödd nemenda fái að heyrast og auka þannig lýðræði í skólastarfinu. Nemendur sem taka þátt í rýnihópum eru fulltrúar síns bekkjar.  Í dag áttum við stund með þeim þar sem Sif aðstoðarskólastjóri þakkaði þeim sérstaklega fyrir framlag þeirra í þessari vinnu.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is