Hundaval í 8. og 9. bekk

25.9.2017

Í Setbergsskóla var í boði í haust val sem kallast "Hundar sem gæludýr"  Þar eru nemendur úr 8. og 9. bekkjum og eiga flestir hunda en ekki þó allir. Við förum í göngutúra og fræðumst um hunda og hundahald. Á fimmtudaginn löbbuðum við uppí Lækjarbotna og sáum leifar af fyrstu vatnsveitu Hafnarfjarðar og á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við uppá Ásfjall og skoðuðum útsýnisskífuna/sólúrið þar. Það er mjög gaman hjá okkur og hundarnir eru alsælir með að fá rúmlega klst göngu saman einu sinni í viku! Okkur mannfólkinu finnst það sko ekki síður skemmtilegt enda góð útivera og samveran með hundunum bætir, hressir og kætir. 
IMG_1400_1506338312221IMG_1401_1506338310058Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is