Fréttir frá foreldrafélaginu

18.10.2016

Foreldrafélag Setbergsskóla hélt aðalfund sinn þann 3. október þar sem kosið var í stjórn félagsins, hana skipa af hálfu foreldra: Kristín Thoroddsen, Jóna Björg Björgvinsdóttir, Vala Steinsdóttir, Hjördís Ýrr Skúladóttir, Rannveig Klara Matthíasdóttir og Snorri Páll Jónsson.  

Í byrjun annar stóð félagið fyrir fyrirlestri um netnotkun barna og unglinga sem haldinn var af Eyjólfi Erni Jónssyni, sálfræðingi. Meðfylgjandi er skjal með upplýsingum og ráðum sem vonandi kemur okkur öllum að góðum notum. Það er ósk okkar í foreldrafélaginu að foreldrar standi saman og aðstoði börnin sín við að feta sig á vegum netsins og veri góðar fyrirmyndir og munum að  börn læra það sem fyrir þeim er haft.  

Netfíkn - glærur frá Eyjólfi

Starf Foreldrafélagsins byggist að miklu leiti upp á  greiðslum frá foreldrum. Gíróseðill verður sendur í heimabanka foreldra/forráðamanns von bráðar en með framlögum ykkar hefur foreldrafélagið getað staðið fyrir öflugu starfi fyrir öll börn skólans. Árgjald foreldrafélagsins er valgreiðsla.  

Við hlökkum til samstarfsins í vetur en næsti viðburður er jólaföndrið, þann 19 nóvember.

Vekjum athygli á því að foreldrafélagið er með Facebooksíðu, Foreldrafélag Setbergsskóla.    

Kær kveðja Stjórn Foreldrafélags Setbergsskóla



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is