Frétt frá 6. bekk.

24.1.2020

Árið 1179 fæddist Snorri Sturluson í Hvammi í Dölum á vestanverðu íslandi. Fjölskyldumeðlimir voru Guðný móðir hans og Sturla faðir hans og tveir bræður, Sighvatur og Þórður. Hann fór snemma í fóstur til Odda. Hann var bara 5 ára gamall þegar pabbi hans dó. Snorri var fljótur að venjast lífinu í Odda og leið oftast vel þó auðvitað saknaði hann stundum mömmu sinnar og systkina. Jón Loftsson var höfðingi Odda og tók Snorra að sér. Snorri byrjaði strax að læra að lesa og skrifa. Þegar hann eltist um nokkur ár lærði hann lögfræði og sérfræði hjá Noregskonungi. Eftir að hann skrifaði Eddu og Heimskringlu varð hann frægur og hann er enn frægur.

Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert verkefni.

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is