Frábær árangur nemenda á sundmóti

14.3.2018

Þriðjudaginn, 13. Mars for fram boðsundskeppni grunnskólanna í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Í ár tóku 544 keppendur þátt frá 34 skólum. Keppt var í tveim flokkum á mótinu, annars vega í flokki liða úr 5.-7. Bekk og svo svo hins vegar í flokki liða úr 8.-10. Bekk. Setbergsskóli átti eitt lið í hvorum flokki.

Sundmynd-1

Keppnin for þannig fram að synt var 8x25 metrar og komust 9 hröðustu tímarnir í undanúrslit og síðar 3 hröðustu tímarnir í úrslit.

Skemmst er frá því að segja að lið miðdeildar Setbergsskóla hafnaði í 12. Sæti en lið unglingadeildarinnar í 7. Sæti.

Sund-2

Bæði lið stóðu sig virkilega vel og voru keppendur flottir fulltrúar skólans.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is