Forvarnardagurinn 12. október 2016

12.10.2016

Forvarnardagurinn er haldinn í ellefta sinn í  dag og er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Hann valdi til samstarfs m.a. þrjú landssamtök æskufólks: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta.

Eitt markmið Forvarnardagsins er að vekja athygli á forvarnargildi þess að börn og ungmenni starfi innan þeirra vébanda. Dagskrá forvarnardagsins í grunnskólum miðast við nemendur úr 9. bekkjum.  

Nemendur úr 9. bekkjum Setbergsskóla fengu í dag stutta kynningu á starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga og kynningu á ratleik á netinu. Nemendur unnu í litlum hópum að verkefnum sem tengjast forvörnunum til að minnka líkur á að ungmenni neyti áfengis eða vímuefna.  Jafnframt fengu þeir að sjá myndefni með niðurstöðum fyrri ára. Margar góðar og áhugaverðar hugmyndir komu fram hjá nemendum og við látum hér fylgja með nokkrar myndir frá deginum. 




Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is