Dagur gegn einelti

Miðvikudaginn 8. Nóvember

3.11.2017

Miðvikudaginn 8. nóv. er Dagur gegn einelti og því ætla allir að mæta í skólann í einhverju grænu. Þennan dag verður lögð áhersla á fræðslu gegn  einelti í öllum bekkjum skólans. 

Skólinn starfar eftir Olweusaráætlun gegn einelti og okkar afstaða er að í skólanum á einelti hvorki að líðast né þrífast. Græni liturinn er táknrænn fyrir verndarann í eineltishringnum. Verndarinn er á móti einelti og hjálpar þeim sem verður fyrir því. 
Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is