Blár Apríl í Setbergsskóla

9.4.2018

Setbergsskóli hefur seinustu ár nýtt dagana í kringum bláa daginn til að fræða og auka umræðu um einhverfu og sérdeildina Berg innan skólans. Þar minnum við okkur á mikilvægi þess að virkja og virða hæfileika hvers og eins með því að taka tillit til allra innan skólans og þann fjölbreytileika sem þar ríkir. Einnig höfum við útbúið sameiginlegt listaverk þar sem allir nemendur skólans hafa litað, teiknað eða skrifað á eitt púsl. Púslin hafa verið sett saman og hanga á vegg skólans. Það minnir okkur á að við öll partur af sama púslinu.

Gaman var að sjá hvað margir mættu í bláu :) 

IMG_0259IMG_0320IMG_0323IMG_0311IMG_0258_1523267304449IMG_0253IMG_0314


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is