Skoðun námsmatsgagna

Réttur nemenda og foreldra til að skoða námsmatsgögn

Í reglugerð nr. 4 frá 2009 segir að óski forráðamenn eftir að fá að sjá prófúrlausnir eða mat eigi þeir rétt á að fá aðgang að þeim gögnum sem liggja til grundvallar hvers konar vitnisburði sem liggja til grundvallar. Óska þarf eftir gögnum innan tveggja vikna frá því að vitnisburður um námsmat hefur borist og ber skólastjóra að sjá til þess að þau gögn sem um ræðir verði sýnd í samráði við foreldri og viðkomandi kennara innan sjö daga frá því að beiðni berst.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is