Prófreglur

 1. Áður en próf hefjast skal umsjónarkennari hvers bekkjar kynna reglurnar fyrir nemendum sínum.
 2. Nemendur skulu mæta stundvíslega til prófs. Nemanda sem kemur of seint er heimilt að hefja próf allt að 30 mínútum eftir að próftími hefst en ber jafnframt að ljúka prófi á áður tilgreindum tíma.
 3. Forföll nemanda skal tilkynna til skrifstofu skólans áður en próf hefst að öðrum kosti er litið svo á að viðkomandi nemandi sé fjarverandi og fær hann þar með prófeinkunnina 1.
 4. Nemendum er skylt að hafa meðferðis skriffæri og tilskilin gögn.
 5. Próf hefst þegar kennari hefur lokið við að dreifa prófgögnum. – Gott er að fletta í gegnum prófið til að kanna hvort eitthvað vantar.
 6. Þegar próf hefur hafist á að ríkja þögn í kennslustofunni.
 7. Ef einhver þarfnast aðstoðar, þá réttir viðkomandi upp hönd og bíður eftir aðstoð.
 8. Ef nemandi reynir að svindla þ.e. hvort heldur nemandi reynir að leita aðstoðar hjá öðrum eða notar óheimil gögn sem hann hefur komið með í prófið, einnig ef nemandi reynir á sama hátt að aðstoða aðra nemendur skal honum vísað úr prófi og fær nemandi 0 í einkunn í prófinu.
 9. Enginn fær að yfirgefa prófstað fyrr en 40-60 mínútur eru liðnar af próftíma.  Sérreglur gilda um samræmd próf sem koma frá Námsmatsstofnun.
 10. Þegar nemandi hefur lokið prófi yfirgefur hann stofuna og skólabygginguna tafarlaust svo að hann valdi ekki ónæði. Sé um próf í kennslustund að ræða skal nemandi sitja áfram þó hann hafi lokið viðkomandi prófi og sinna öðrum verkefnum þar til kennslustund lýkur.
 • Kennari skal skrá mætingar strax í upphafi og tilkynna skrifstofu ef einhvern vantar.
 • Kennara er heimilt að umorða spurningar í prófi ef þær virðast óljósar, en gæta þess að gefa engar upplýsingar um svar.
 • Kennari skal skila prófgögnum  til viðkomandi kennara eftir að prófi lýkur.
 • Gsm síma skal leggja á borð kennara áður próf hefst.

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is