Bókasafn skólans

Bókasafnið er ætlað nemendum og starfsfólki skólans. Safnið er opið skv. stundaskrá sem er auglýst að hausti. Skólasafnið á að vera lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans þar sem fyrir hendi er fjölbreytt úrval náms- og kennslugagna auk bóka til yndislestrar. 

Setbergsskóli er forystuskóli í læsi og námsvitund og því er skólasafnið mikilvægur hlekkur í öllu starfi skólans. Lestur og lestrarhvatning er mikilvægur þáttur í starfi skólasafnsins. Markmiðið er að gera nemendur okkar að áhugasömum lesendum jafnt á bókmenntir sem fræðiefni. Við leggjum áherslu okkar á víðsýni og að nemendur læri að afla sér upplýsinga. Upplýsingalæsi er þar mikilvægur þáttur. 

Nemendur geta sótt sér aðstoð við heimildavinnu á safni í samráði við bókasafnsfræðing og kennara. Kennslubækur og kennsluleiðbeiningar eru skráðar á safnið og geta nemendur og starfsmenn fengið gögn lánuð eftir þörfum. Hljóðbækur eru lánaðar til nemenda að beiðni umsjónar- eða sérkennara. Einnig eru þar bækur vegna framhaldsáfanga í valgreinum.

Meðal verkefna bókasafnsfræðings eru bókapantanir, skráning, flokkun og frágangur auk útlána. Á bókasafni fer einnig fram safnafræðsla á vegum bókasafnsfræðings.

Allur safnkosturinn er skráður í tölvukerfið Leitir (sjá www.leitir.is ), sem er sameiginlegt bókasafnskerfi fyrir allt landið. 

Umsjón með bókasafninu hefur Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsinga og samskiptafræðingur. 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is